Monday, October 13, 2008

When in Rome...

... do as the Romans do líkt og Konfúsíus mælti.

Af því tilefni vaknaði ég snemma í morgun og fór á kynningu á róðraliðinu hérna í Lincoln (sem er college-ið mitt). Veðrið var nánast of gott, 20°C og heiðskírt svo mér finnst líklegt að ég hafi fengið alltof mikla glansmynd af íþróttinni, í dag var þetta hins vegar býsna gaman og ég get krossað þetta atriði af listanum yfir það sem nauðsynlegt er að gera í Oxford. Í Lincoln eru nokkur róðralið sem taka róðurinn misalvarlega (serious,semi-serious og joke), það eru góðar líkur á því að ég kanni hlutina allavega betur með joke liðið, hin liðin vakna hins vegar kl. hálfsex á morgnana tvisvar í viku og fara að róa sem ég efast um að sé heillandi í enska vetrarkuldanum. Það er hins vegar lítið m.v. lið háskólans sjálfs (The Blues), þeir æfa alla virka morgna og eftir hádegi alla virka daga að auki. En á móti kemur að þeir eru án efa kóngarnir hérna í vikunni fyrir keppnina við Cambridge...

4 comments:

Sv1 said...

Við ættum að bjóða þeim inn í "Róðradeild" Söllenbergers.

alvar said...

Geturðu ekki fengið einhverja pappíra frá Tóra upp á að þú hafir verið í róðraliði Framtíðarinnar?

Ásgeir said...

Haha, maður hlýtur að fljúga inn í "Blues" með þannig upp á vasann. Annars er önnur róðraæfing á morgun, fimmtudag og föstudag, það væri fróðlegt að prófa þetta einu sinni enn.

Agnar said...

Í róðraliðið? Sæll, þú mátt nú varla við því að bæta meiru á kassann...