Tuesday, October 7, 2008

Æfintýri fyrstu dagana

Það er verst að ég var ekki í aðstöðu til að stofna þetta blogg fyrsta kvöldið sem ég var hér í Oxford, það má með góðri samvisku segja að ævintýrin hafi byrjað þá.

Það sem ég hefði viljað minnast á í færslu fyrsta kvöldið:

* Um leið og maður stígur út úr rútunni frá Heathrow fær maður góða tilfinningu fyrir þessum stað.

* Ólíkt Danmörku eru ekki til Kebabbúllur hérna, einungis Kebab-bílar. Nýr vinur minn, Hassan að nafni, rekur einmitt slíkan bíl og hjá honum hef ég keypt síðustu daga Kebab og Jacked Potato með osti (when in Rome...)

* Áður en ég fór að heiman frá Íslandi voru miklar pælingar í gangi hjá mér og unnustunni Sigrúnu um hvort að ég skyldi taka með mér rúmföt. Blessunarlega gerði ég það ekki þar sem hvorki var til staðar sæng né koddi þegar ég kom inn í herbergið mitt í fyrradag. Síðustu tvær nætur hef ég því sofið í flíspeysu með kodda úr stuttermabolum, blessunarlega gat ég þó keypt mér sæng og kodda í dag.

Ég læt hér staðar numið, nánari fregnir á allra næstunni.

2 comments:

Anonymous said...

líst mér á kallinn að snúa aftur í bloggheiminn!

Jón Emill said...

Haha, lenti í sama pakka hérna úti. Sem betur fer þurfti maður ekki að sofa á gólfinu.