Wednesday, October 8, 2008

Kreppumatur

Til að hressa sig við þegar pirringurinn yfir gengi krónunnar er sem mestur er ekkert annað í stöðunni en að kýla vömbina á karlmannlegan hátt. Því er núna í ísskápnum eitt kíló af dönskum svínakótelettum, kartöflur og bjór sem bíða þess að vera torgað í kvöld. Þar eð ég er ekki búinn að koma myndavélinni í gagnið mun ég því miður ekki ná myndum af herlegheitunum, hins vegar býst ég við að elda þetta oft á næstunni og lesendur geta því beðið spenntir.

No comments: