Sunday, November 23, 2008

Opal í Oxford

Í gær var svokallað "Bring your own" kvöld í nemendafélaginu í college-inu mínu. Sem sönnum þjóðræknum Íslendingi sæmir tók ég að sjálfsögðu með 1/2 l af Opal og beið spenntur eftir því hvernig það mundi falla í kramið. Það kom skemmtilega á óvart að mörgum fannst Opalið ansi hressandi en þó leyndust nokkrir svartir sauðir inni á milli sem gátu ekki klárað það sem þeim var skenkt í glösin.

Tóku þá við hinar ýmsu tilraunir með að búa til áfengisblöndur með Opali. Eftirfarandi var prófað og dæmt:
1. Opal + rauðvín. Hryllingur
2. Opal + tonik. Skömminni skárra, en samt ekkert sem maður á eftir að panta sér á bar í Rvk.
3. Opal + Amaretto. Ótrúlegt en satt þá reyndist þetta vel drykkjarhæft og klárlega blanda kvöldsins. Fyrir þá hugrökku er því ekki úr vegi að fara á barinn í Reykjavík, vera svolítið frumleg(ur) og panta þennan drykk. Ég tek þó enga ábyrgð á því að þetta komi til með að bragðast vel, hugsanlega voru bragðlaukarnir enn í sjokki eftir Opal + rauðvíns blönduna...

Saturday, November 8, 2008

Þá er þeirri spurningu svarað

Smjörsteikt beikon er jafnsyndsamlega gott og það hljómar...

Friday, November 7, 2008

Búðarferð

Þeir sem hafa farið í matvöruverslun í Englandi hafa eflaust tekið eftir því að búðirnar eru mjög gjarnar á að lokka viðskiptavini með "Two for one", "Three for two" og fleiri tilboðum. Þetta nýtti ég mér til fullnustu áðan, eftir ferð mína áðan í Sainsbury's áðan bætti ég við í matarbúrið tveimur kippum af bjór (2 kippur á sex pund í stað einnar á 4.5 pund) og stórum pakka af lúxusbeikoni á hálfvirði. Verslunarferðir geta varla verið meira macho...