Saturday, October 25, 2008
Spurningin
"Hver á þennan sumarbústað? Nei eða já?" þýðist ágætlega yfir á ensku en skilst samt almennt ekki hér í Oxford. Þessu hef ég komist að eftir ítarlegar vísindalegar rannsóknir.
Sunday, October 19, 2008
Fjölþjóðleiki
Það er hreint ótrúlegt hvernig allra þjóða kvikindi safnast hér saman í heimsfrægum háskóla. Áðan var enskur íbúðarfélagi minn, fæddur í Kína en alinn hér upp síðustu 17 árin að hlusta á moldavískt popplag sem fyrst varð frægt í Króatíu fyrir fjórum árum. Og enn eina ferðina setti íslenkur námsmaður neðri mörk á hversu slæmur tyrkneskur kebab gæti orðið.
Wednesday, October 15, 2008
Monday, October 13, 2008
When in Rome...
... do as the Romans do líkt og Konfúsíus mælti.
Af því tilefni vaknaði ég snemma í morgun og fór á kynningu á róðraliðinu hérna í Lincoln (sem er college-ið mitt). Veðrið var nánast of gott, 20°C og heiðskírt svo mér finnst líklegt að ég hafi fengið alltof mikla glansmynd af íþróttinni, í dag var þetta hins vegar býsna gaman og ég get krossað þetta atriði af listanum yfir það sem nauðsynlegt er að gera í Oxford. Í Lincoln eru nokkur róðralið sem taka róðurinn misalvarlega (serious,semi-serious og joke), það eru góðar líkur á því að ég kanni hlutina allavega betur með joke liðið, hin liðin vakna hins vegar kl. hálfsex á morgnana tvisvar í viku og fara að róa sem ég efast um að sé heillandi í enska vetrarkuldanum. Það er hins vegar lítið m.v. lið háskólans sjálfs (The Blues), þeir æfa alla virka morgna og eftir hádegi alla virka daga að auki. En á móti kemur að þeir eru án efa kóngarnir hérna í vikunni fyrir keppnina við Cambridge...
Af því tilefni vaknaði ég snemma í morgun og fór á kynningu á róðraliðinu hérna í Lincoln (sem er college-ið mitt). Veðrið var nánast of gott, 20°C og heiðskírt svo mér finnst líklegt að ég hafi fengið alltof mikla glansmynd af íþróttinni, í dag var þetta hins vegar býsna gaman og ég get krossað þetta atriði af listanum yfir það sem nauðsynlegt er að gera í Oxford. Í Lincoln eru nokkur róðralið sem taka róðurinn misalvarlega (serious,semi-serious og joke), það eru góðar líkur á því að ég kanni hlutina allavega betur með joke liðið, hin liðin vakna hins vegar kl. hálfsex á morgnana tvisvar í viku og fara að róa sem ég efast um að sé heillandi í enska vetrarkuldanum. Það er hins vegar lítið m.v. lið háskólans sjálfs (The Blues), þeir æfa alla virka morgna og eftir hádegi alla virka daga að auki. En á móti kemur að þeir eru án efa kóngarnir hérna í vikunni fyrir keppnina við Cambridge...
Saturday, October 11, 2008
Kostur þess að vera við nám í Englandi
Ég efast um að mörgum lesendum hafi verið þjónað til borðs af ekta butler í gær eins og ég upplifði...
From the man of many countries
Now, I hope you will not misunderstand me but this is my meaning. I am a man of many countries and a man of lot of kebabs. Never have I gotten a better Kebab then in Copenhagen, thus, Copenhagen must be the kebab capital of western Europe. Oxford kebabs are not really that good, in fact. that is the most major drawback of Oxford. How are you going to put it into the monster when you can't have a decent kebab?
Á ég að bera ábyrgð á því?
Á ég að bera ábyrgð á því?
Wednesday, October 8, 2008
Kreppumatur
Til að hressa sig við þegar pirringurinn yfir gengi krónunnar er sem mestur er ekkert annað í stöðunni en að kýla vömbina á karlmannlegan hátt. Því er núna í ísskápnum eitt kíló af dönskum svínakótelettum, kartöflur og bjór sem bíða þess að vera torgað í kvöld. Þar eð ég er ekki búinn að koma myndavélinni í gagnið mun ég því miður ekki ná myndum af herlegheitunum, hins vegar býst ég við að elda þetta oft á næstunni og lesendur geta því beðið spenntir.
Tuesday, October 7, 2008
Æfintýri fyrstu dagana
Það er verst að ég var ekki í aðstöðu til að stofna þetta blogg fyrsta kvöldið sem ég var hér í Oxford, það má með góðri samvisku segja að ævintýrin hafi byrjað þá.
Það sem ég hefði viljað minnast á í færslu fyrsta kvöldið:
* Um leið og maður stígur út úr rútunni frá Heathrow fær maður góða tilfinningu fyrir þessum stað.
* Ólíkt Danmörku eru ekki til Kebabbúllur hérna, einungis Kebab-bílar. Nýr vinur minn, Hassan að nafni, rekur einmitt slíkan bíl og hjá honum hef ég keypt síðustu daga Kebab og Jacked Potato með osti (when in Rome...)
* Áður en ég fór að heiman frá Íslandi voru miklar pælingar í gangi hjá mér og unnustunni Sigrúnu um hvort að ég skyldi taka með mér rúmföt. Blessunarlega gerði ég það ekki þar sem hvorki var til staðar sæng né koddi þegar ég kom inn í herbergið mitt í fyrradag. Síðustu tvær nætur hef ég því sofið í flíspeysu með kodda úr stuttermabolum, blessunarlega gat ég þó keypt mér sæng og kodda í dag.
Ég læt hér staðar numið, nánari fregnir á allra næstunni.
Það sem ég hefði viljað minnast á í færslu fyrsta kvöldið:
* Um leið og maður stígur út úr rútunni frá Heathrow fær maður góða tilfinningu fyrir þessum stað.
* Ólíkt Danmörku eru ekki til Kebabbúllur hérna, einungis Kebab-bílar. Nýr vinur minn, Hassan að nafni, rekur einmitt slíkan bíl og hjá honum hef ég keypt síðustu daga Kebab og Jacked Potato með osti (when in Rome...)
* Áður en ég fór að heiman frá Íslandi voru miklar pælingar í gangi hjá mér og unnustunni Sigrúnu um hvort að ég skyldi taka með mér rúmföt. Blessunarlega gerði ég það ekki þar sem hvorki var til staðar sæng né koddi þegar ég kom inn í herbergið mitt í fyrradag. Síðustu tvær nætur hef ég því sofið í flíspeysu með kodda úr stuttermabolum, blessunarlega gat ég þó keypt mér sæng og kodda í dag.
Ég læt hér staðar numið, nánari fregnir á allra næstunni.
Subscribe to:
Posts (Atom)