Sunday, December 7, 2008

Eldhúsraunir

Eins og eflaust einhverjir vita er íbúðarfélagi minn kínverskur að uppruna en hefur búið hér í Englandi frá sex ára aldri. Líkt og öllum alvöru kínverjum sæmir sýður hann hrísgrjón og á til þess verks forláta hrísgrjónasuðumaskínu sem hann sýndi mér einu sinni hvernig á að nota. Þar sem ég ákvað að elda mér tælenskan mat í kvöld, þar sem að hrísgrjón voru meðlætið, ákvað ég að notast við maskínuna í stað þess að sjóða grjónin í potti sem getur verið algjör kvöl pína.

Þegar ég ætlaði að kveikja á vélinni kom hins vegar babb í bátinn. Allar merkingar á henni eru að sjálfsögðu á kínversku (sem ég les nb. ekki) og þar sem íbúðarfélaginn fór til Kína í gær þurfti ég að treysta á lukkuna í vali á stillingu. Lukkan brást mér hins vegar í þetta skiptið, og í staðinn fyrir að velsoðin hrísgrjónin væru tilbúin eftir korter tók á móti mér ylvolgt vatn með ósoðnum hrísgrjónum, ég hafði s.s. valið stillinguna sem heldur grjónunum heitum eftir suðu. Það liggur við að ég tússi á maskínuna leiðbeiningar á íslensku svo þetta hendi mig ekki aftur...

Sunday, November 23, 2008

Opal í Oxford

Í gær var svokallað "Bring your own" kvöld í nemendafélaginu í college-inu mínu. Sem sönnum þjóðræknum Íslendingi sæmir tók ég að sjálfsögðu með 1/2 l af Opal og beið spenntur eftir því hvernig það mundi falla í kramið. Það kom skemmtilega á óvart að mörgum fannst Opalið ansi hressandi en þó leyndust nokkrir svartir sauðir inni á milli sem gátu ekki klárað það sem þeim var skenkt í glösin.

Tóku þá við hinar ýmsu tilraunir með að búa til áfengisblöndur með Opali. Eftirfarandi var prófað og dæmt:
1. Opal + rauðvín. Hryllingur
2. Opal + tonik. Skömminni skárra, en samt ekkert sem maður á eftir að panta sér á bar í Rvk.
3. Opal + Amaretto. Ótrúlegt en satt þá reyndist þetta vel drykkjarhæft og klárlega blanda kvöldsins. Fyrir þá hugrökku er því ekki úr vegi að fara á barinn í Reykjavík, vera svolítið frumleg(ur) og panta þennan drykk. Ég tek þó enga ábyrgð á því að þetta komi til með að bragðast vel, hugsanlega voru bragðlaukarnir enn í sjokki eftir Opal + rauðvíns blönduna...

Saturday, November 8, 2008

Þá er þeirri spurningu svarað

Smjörsteikt beikon er jafnsyndsamlega gott og það hljómar...

Friday, November 7, 2008

Búðarferð

Þeir sem hafa farið í matvöruverslun í Englandi hafa eflaust tekið eftir því að búðirnar eru mjög gjarnar á að lokka viðskiptavini með "Two for one", "Three for two" og fleiri tilboðum. Þetta nýtti ég mér til fullnustu áðan, eftir ferð mína áðan í Sainsbury's áðan bætti ég við í matarbúrið tveimur kippum af bjór (2 kippur á sex pund í stað einnar á 4.5 pund) og stórum pakka af lúxusbeikoni á hálfvirði. Verslunarferðir geta varla verið meira macho...

Saturday, October 25, 2008

Spurningin

"Hver á þennan sumarbústað? Nei eða já?" þýðist ágætlega yfir á ensku en skilst samt almennt ekki hér í Oxford. Þessu hef ég komist að eftir ítarlegar vísindalegar rannsóknir.

Sunday, October 19, 2008

Fjölþjóðleiki

Það er hreint ótrúlegt hvernig allra þjóða kvikindi safnast hér saman í heimsfrægum háskóla. Áðan var enskur íbúðarfélagi minn, fæddur í Kína en alinn hér upp síðustu 17 árin að hlusta á moldavískt popplag sem fyrst varð frægt í Króatíu fyrir fjórum árum. Og enn eina ferðina setti íslenkur námsmaður neðri mörk á hversu slæmur tyrkneskur kebab gæti orðið.

Wednesday, October 15, 2008

Það er margt öfugsnúið í Englandi

Jafnvel lögreglubílarnir aka á vitlausum vegarhelmingi...